Fara beint í efnið

Prentað þann 27. des. 2024

Breytingareglugerð

172/2016

Reglugerð um breytingu á reglugerð um leigu skráningarskyldra ökutækja, nr. 840/2015.

1. gr.

Við 11. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, er verður 4. mgr. og orðast svo:

Einkaleiga skal ekki taka á skrá hjá sér ökutæki nema það sé í persónulegri eigu viðkomandi einstaklings. Ekki er nægilegt að einstaklingur sé umráðamaður ökutækis svo sem þegar um bílasamning er að ræða.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 9. mgr. 9. gr. laga um leigu skráningarskyldra ökutækja, öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 11. febrúar 2016.

F. h. iðnaðar- og viðskiptaráðherra,

Valgerður Rún Benediktsdóttir.

Brynhildur Pálmarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.