Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 11. jan. 2025

Breytingareglugerð

172/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1100/2006, um vörslu og tollmeðferð vöru.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

Við 1. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður er verður 6. tölul. og orðast svo:

  1. Umflutningsgeymslur, þar sem geyma má ótollafgreiddar vörur, fluttar úr fari eða afgreiðslugeymslu, uns þær eru fluttar af landi brott.

2. gr.

12. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfisveiting.

Tollstjórinn í Reykjavík veitir leyfi til starfrækslu geymslusvæða fyrir ótollafgreiddar vörur skv. 11. gr. Leyfi skal einungis veitt lögaðilum.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "forðageymslu eða frísvæðis" í 1. mgr. kemur: forðageymslu, umflutningsgeymslu eða frísvæðis.
  2. Í stað orðanna "tollvörugeymslna og frísvæða" í 1. mgr. kemur: tollvörugeymslna, umflutningsgeymslna og frísvæða.
  3. Í stað orðanna "forðageymslu og frísvæðis" í 5. mgr. kemur: forðageymslu, umflutningsgeymslu og frísvæðis.

4. gr.

Við 2. mgr. 24. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi:

Þetta gildir þrátt fyrir að far hafi viðkomu í öðru tollumdæmi á leið til útlanda.

5. gr.

2. og 3. mgr. 71. gr. reglugerðarinnar verða svohljóðandi:

Við tollafgreiðslu sendinga á degi hverjum skal ákvörðun tollverðs byggð á miðgengi viðkomandi gjaldmiðils sem skráð var af Seðlabanka Íslands síðasta virka dag á undan.

Tollafgreiðslugengi þeirra gjaldmiðla sem Seðlabanki Íslands tekur ekki til opinberrar skráningar skal ákvarðað af tollstjóranum í Reykjavík að höfðu samráði við Seðlabanka Íslands.

6. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 3. mgr. 19. gr. og 193. gr. tollalaga, nr. 88/2005, með síðari breytingum, öðlast gildi þegar í stað.

Fjármálaráðuneytinu, 6. febrúar 2008.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Ögmundur H. Magnússon.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.