Prentað þann 5. jan. 2025
164/2021
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 140/2019 um öryggisþætti á umbúðum lyfja.
1. gr.
Við 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, f., svohljóðandi:
- embætti landlæknis og öðrum ríkisstofnunum og heilbrigðisstofnunum vegna lyfja sem tengjast aðgerðum á sviði almannavarna eða viðlagastjórnunar.
2. gr.
Ný 5. gr. reglugerðarinnar hljóðar svo:
Eftirtalin reglugerð framkvæmdastjórnarinnar sem er vísað til í lið 15qe í XIII. kafla II. viðauka við EES-samninginn, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 116/2019 frá 8. maí 2019 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans:
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/161 frá 2. október 2015 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/83/EB að því er varðar ítarlegar reglur um öryggisþætti á umbúðum mannalyfja. Reglugerðin er birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari.
3. gr.
Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 2. mgr. 47. gr., sbr. 16. tölulið 1. mgr. 109. gr. lyfjalaga, nr. 100/2020, öðlast þegar gildi.
Heilbrigðisráðuneytinu, 12. febrúar 2021.
Svandís Svavarsdóttir.
Hrönn Ottósdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.