Prentað þann 31. mars 2025
163/1973
Reglugerð um hvalveiðar
1. gr.
Rétt til þess að stunda hvalveiðar í íslenzkri fiskveiðlandhelgi og til að landa hvalafla, þótt utan landhelgi sé veitt, svo og til að verka slíkan afla, hafa þeir einir, er fengið hafa til þess leyfi sjávarútvegsráðuneytisins. Leyfi til veiða á hrefnu áriðárin 20082009, 2010, 2011, 2012 og 2013 skal aðeins veita þeim íslensku skipum, sem eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila, sem hafa tekiðstundað hrefnuveiðar í atvinnuskyni á árunum 2006-2008 eða félaga sem þeir hafa stofnað um slíka útgerð. Einnig er heimilt að veita leyfi þeim einstaklingum eða lögaðilum sem að mati ráðherra hafa sambærilega reynslu af útgerð á hrefnuveiðum í atvinnuskyni. Eingöngu þeim skipum sem sérútbúin eru til veiða á stórhvölum er heimilt að taka þátt í vísindaveiðum Hafrannsóknastofnunarinnarveiðum á hrefnulangreyði áárin árunum2009, 2003-20072010, 2011, 2012 og 2013. Leyfi til veiða á langreyði á fiskveiðiárinu 2006/2007 og á tímabilinu frá 14. september til 1. nóvember 2007 skal aðeins veita þeim íslensku skipum sem eru sérútbúin til veiða á stórhvölum.
2. gr.
Bannað er að veiða:
a) Hvalkálfa, hvali á spena og kvenhvali, sem kálfar eða hvalir á spena fylgja.
b) Grænlands-sléttbak, Íslands-sléttbak, hnúfubak, steypireyð og búrhval.
c) Langreyðar innan við 55 fet eða 16,8 metra að lengd og sandreyðar innan við 40 fet eða 12,2 metra að lengd.
Þó má veiða langreyðar yfir 50 fet (15,2 m) og sandreyðar yfir 35 fet (10,7 m) fyrir íslenzkar landstöðvar, enda sé hvalkjötið þá notað til manneldis eða skepnufóðurs á Íslandi.
3. gr.
Hvalir skulu mældir á láréttum fleti svo nákvæmlega sem hægt er, með stálmælibandi, sem þannig er úr garði gert að á núll-endanum sé oddhvasst skaft, sem stinga má föstu niður beint á móts við annan enda hvalsins. Mælibandið skal þanið í beinni línu samsíða hvalnum og lesið af því beint á móts við hinn endann.
Endar hvals við mælingu skulu taldir vera fremsti oddur efri kjálka og sporðrauf. Lengd hvals skal miða við heilt fet, þ. e. hvalur, sem mælist milli 76 1/2 fet og 77 1/2 fet skal talinn 77 fet. Ef mæling stendur á hálfu feti, skal lengd miðuð við næsta heila fet á eftir, t. d. 76 1/2 fet skal tákna 77 fet.
4. gr.
Afhenda skal Hafrannsóknastofnuninni tvö vefjasýni úr hverjum veiddum hval til greiningar á erfðaefni.
5. gr.
Íslenzkum landstöðvum skal aðeins heimilt að taka á móti og verka hvalafla íslenzkra skipa, er veiðileyfi hafa skv. 1. gr. og þeim skipum er aðeins heimilt að landa afla sínum til íslenzkra landstöðva.
6. gr.
Allir veiddir hvalir skulu merktir veiðiskipi og tölusettir í þeirri röð, sem þeir hafa veiðzt í.
7. gr.
Landstöðvar skulu halda dagbók yfir veiðarnar. Skulu innfærslur allar vera greinilegar og má eigi strika út eða gera ólæsilegt það, sem innfært hefur verið. Dagbók skal hafa tölusettar blaðsíður, vera gegnumdregin og löggilt af sjávarútvegsráðuneytinu.
8. gr.
Í dagbók skal greina eftirfarandi:
a) Tölu og tegund veiddra hvala og misstra og þeirra, sem unnið er úr.
b) Veiðistað.
c) Kynferði og stærð veiddra hvala (sjá 3. gr.).
d) Ef um kvenhval er að ræða skal tekið fram hvort hún sé mjólkurfull eða með á spena. Einnig skal tilgreind lengd fósturs, sé það fyrir hendi.
e) Heildarmagn lýsis, mjöls og annarra afurða.
f) Upplýsingar varðandi hvalgöngur eða aðrar upplýsingar, sem gætu orðið til glöggvunar á hegðun og ástandi hvalstofna hér við land.
9. gr.
Afhenda skal sjávarútvegsráðuneytinu dagbókina við lok hvers veiðitímabils.
10. gr.
Eftirlit með veiðum er í höndum Fiskistofu. Eftirlitsmenn Fiskistofu fylgjast með að veiðarnar séu í samræmi við lög nr. 26/1949 um hvalveiðar og reglugerðir settar samkvæmt þeim og að veiðarnar séu í samræmi við þær reglur sem fram koma í fylgiskjali við alþjóðasamning um stjórnun hvalveiða frá 1946 (e. Schedule attatched to the International Convention for the Regulation of Whaling).
Fiskistofa hefur einnig eftirlit með því að skilyrði sem fram koma í veiðileyfi varðandi veiðibúnað og veiðar séu uppfyllt.
11. gr.
Hver landstöð skal greiða kr. 30 000,00 árgjald í ríkissjóð og auk þess kr. 7 000,00 á ári fyrir hvert hvalveiðiskip.
12. gr.
Hvalskyttur og skipshafnir veiðiskipa skulu ráðnar þannig, að laun þeirr a séu að verulegu leyti miðuð við tegund, stærð og afurðir veiddra hvala, en ekki aðeins við tölu veiddra hvala. Engin aflaverðlaun eða aðrar aukaþóknanir má greiða skyttum eða áhöfnum veiðiskipa vegna veiði hvala með mjólk eða kálf á spena. Afhenda skal sjávarútvegsráðuneytinu yfirlit yfir allar launagreiðslur og grundvöll þeirra, þegar þess er óskað.
13. gr.
Skipstjórar hvalveiðiskipa ásamt útgerðarmönnum skulu bera ábyrgð á því að ekki sé brotið gegn ákvæðum reglugerðar þessarar og skulu ábyrgir fyrir því að öll skilyrði veiðileyfa verði haldin.
15. gr.
Sjávarútvegsráðuneytið getur sett leyfishöfum skilyrði með ákvæðum í leyfisbréfum m. a., um:
a) Ákveðin veiðisvæði,
b) lengd veiðiferða,
c) útbúnað veiðiskips,
d) meðferð og verkun afla,
e) skyldu til skýrslugerðar,
f) innköllun eða skiptingu leyfa.
16. gr.
Eintak af lögum nr. 26/1949, um hvalveiðar og reglugerð þessari skulu höfð til sýnis á áberandi stað þar sem hvalveiðar og vinnsla er stunduð.
17. gr.
Brot gegn reglugerð þessari varða sektum og öðrum viðurlögum skv. lögum nr. 26/1949 um hvalveiðar. Mál út af brotum skulu sæta meðferð opinberra mála.
18. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 26/1949, til að öðlast þegar gildi, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Jafnframt er felld úr gildi reglugerð nr. 113 16, ágúst 1949 um hvalveiðar.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.