Prentað þann 8. jan. 2025
Breytingareglugerð
138/2015
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1294/2014 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda.
1. gr.
- Á eftir 10. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 10. gr. a, svohljóðandi:
Í stað orðanna "notist eigi síðar en …", skv. a-lið 2. tölul. X. viðauka reglugerðar (ESB) nr. 1169/2011, er heimilt að nota orðin: Síðasti notkunardagur. - Fyrirsögn á undan greininni orðast svo: Síðasti notkunardagur.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 15. og 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 27. janúar 2015.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Ólafur Friðriksson.
Eggert Ólafsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.