Fara beint í efnið

Prentað þann 1. des. 2021

Stofnreglugerð

128/2011

Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1370/2007 um almenna farþegaflutninga á járnbrautum og á vegum og um niðurfellingu á reglugerðum ráðsins (EBE) nr. 1191/69 og (EBE) nr. 1107/70.

1. gr. Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að setja reglur um hvernig lögbær yfirvöld geta gripið til aðgerða til að tryggja að hægt sé að veita þjónustu á sviði almenningssamgangna. Þær aðferðir sem til greina koma skv. reglugerðinni til að ná þessum markmiðum eru eftirfarandi: að veita rekstraraðilum almannaþjónustu einkarétt, að veita rekstraraðilum almannaþjónustu fébætur (styrki) og skilgreina almennar reglur um starfrækslu almenningssamgangna sem gilda um alla rekstraraðila.

2. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um starfrækslu almennra farþegaflutninga innanlands og milli landa á vegum og á járnbrautum og öðrum teinum, að undanskilinni þjónustu sem er einkum starfrækt vegna sögulegs gildis eða vegna ferðamennsku.

3. gr. Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirtalin reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1370/2007 frá 23. október 2007 um almenna farþegaflutninga á járnbrautum og á vegum og um niðurfellingu á reglugerðum ráðsins (EBE) nr. 1191/69 og nr. 1107/70, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 85/2008 frá 4. júlí 2008, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 64, 18. nóvember 2010, bls. 1.

4. gr. Lagastoð.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 18. gr. laga um fólks- og farmflutninga nr. 73/2001 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 24. janúar 2011.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.