Fara beint í efnið

Prentað þann 19. apríl 2024

Stofnreglugerð

119/2013

Reglugerð um sýnatöku- og greiningaraðferðir við greiningu og staðfestingu á tilvist lindýrasjúkdómanna bónamíósis (Bonamia ostreae) og marteilíósis (Marteilia refringens).

1. gr. Sýnatöku- og greiningaraðferðir.

Í viðauka við reglugerð þessa er mælt fyrir um sýnatöku- og greiningaraðferðir við greiningu og staðfestingu á bónamíósis (Bonamia ostreae) og marteilíósis (Marteilia refringens) í lindýrum þegar dánartíðni er afbrigðileg og til viðurkenningar á því að svæði og eldisstöðvar séu laus við sjúkdóma.

2. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra, lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum og lögum nr. 55/1998 um sjávarafurðir. Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2002/878/EB frá 6. nóvember 2002. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 6. febrúar 2013.

F. h. r.

Halldór Runólfsson.

Baldur P. Erlingsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.