Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 22. des. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 29. maí 2021

100/2016

Reglugerð um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til flugrekenda.

1. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi fjallar um endurgjaldslausa úthlutun losunarheimilda til flugrekenda sem heyra undir umsjón Íslands í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

2. gr. Skilgreiningar.

Í reglugerð þessari er merking eftirfarandi orða og orðasambanda sem hér segir:

Árangursviðmið: Viðmið sem skilgreint er sem losunarheimildir á tonnkílómetra. Árangursviðmið skal notað til ákvörðunar á endurgjaldslausri úthlutun losunarheimilda til flugrekenda skv. 5. mgr. 18. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál, með síðari breytingum.

Flugrekandi: Aðili sem rekur loftfar og notar það til að stunda flugstarfsemi sem tilgreind er í II. viðauka laga nr. 70/2012 um loftslagsmál, með síðari breytingum, eða ef aðilinn er óþekktur eða ekki tilgreindur af eiganda loftfars, eigandi loftfarsins.

Tonnkílómetrar: Flugvegalengd margfölduð með þyngd farms. Með flugvegalengd er átt við stórbaugslengd (e.great circle distance) milli brottfararflugvallar og komuflugvallar auk 95 km staðlaðrar viðbótar. Með þyngd farms er átt við samanlagða þyngd þess sem flutt er af farmi, pósti og farþegum.

3. gr. Árangursviðmið.

Árangursviðmið sem nota skal til úthlutunar losunarheimilda án endurgjalds til flugrekenda skv. 5. mgr. 18. gr. laga nr. 70/2012, með síðari breytingum, fyrir tímabilið frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2020, skal vera 0,000642186914222035 losunarheimildir á tonnkílómetra.

Við útreikning á fjölda losunarheimilda, sem skal úthluta í samræmi við árangursviðmið skv. 1. mgr., skal námunda niður að næstu losunarheimild.

4. gr. Innleiðing.

Eftirtaldar EES-gerðir skulu öðlast gildi hér á landi:

  1. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2011/149/ESB frá 7. mars 2011 um fyrri losun frá flugi samkvæmt 4. mgr. 3. gr. c í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/ESB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins, sem vísað er til í tölulið 21apa, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 87/2011, frá 1. júlí 2011. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, frá 6. október 2011, 2011/EES/54/29, bls. 74-75.
  2. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/101/EB frá 19. nóvember 2008 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB þannig að kerfið fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins taki til flugstarfsemi, sem vísað er til í tölulið 21al, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 6/2011, frá 1. apríl 2011.
  3. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2011/389/ESB frá 30. júní 2011 um samanlagðan fjölda losunarheimilda í Sambandinu sem um getur í a-d lið 3. mgr. 3. gr. e í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins, sem vísað er til í tölulið 21apc, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2011, frá 20. júlí 2011. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, frá 6. október 2011, 2011/EES/54/35, bls. 82-84.
  4. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2011/638/ESB frá 26. september 2011 um viðmiðanir vegna úthlutunar heimilda til losunar gróðurhúsalofttegunda án endurgjalds til umráðenda loftfara skv. 3. gr. e í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB, sem vísað er til í tölulið 21apd, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2011, frá 21. október 2011. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 70, frá 22. desember 2011, 2011/EES/70/12, bls. 24.
  5. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/389/ESB frá 23. júní 2014 um frekari fyrri losun frá flugi og viðbótarlosunarheimildir vegna flugs með tilliti til aðildar Króatíu að Evrópusambandinu, sem vísað er til í tölulið 21api, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 294/2014, frá 12. desember 2014. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 55, frá 17. september 2015, 2015/EES/55/08, bls. 31-33.
  6. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/775 frá 18. maí 2016 um viðmiðun vegna úthlutunar heimilda til losunar gróðurhúsalofttegunda án endurgjalds til umráðenda loftfara skv. 5. mgr. 3. gr. f í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB, sem vísað er til í tölulið 21ali, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 252/2016 frá 2. desember 2016. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 24, frá 20. apríl 2017, 2017/EES/24/03, bls. 16-17.

5. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 6. mgr. 18. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál, með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur brott reglugerð sama efnis nr. 1131/2011.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.