Fara beint í efnið

Prentað þann 21. jan. 2022

Breytingareglugerð

96/2021

Reglugerð um breytingu á reglugerð um meðhöndlun, vörslur og sölu haldlagðra, kyrrsettra og upptækra eigna og muna, nr. 880/2019.

1. gr.

Á eftir 2. málsl. 2. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Nemi fjárhæð haldlagðs reiðufjár minna en 200.000 krónum er heimilt að víkja frá þeirri skyldu að stofna sérstakan bankareikning og leggja reiðuféð þess í stað inn á reikning sem stofnaður hefur verið í því skyni að varsla haldlagðar fjárhæðir undir þeim mörkum. Er heimildin bundin því skilyrði að rekjanleiki hverrar innlagðrar fjárhæðar á slíkan reikning sé ávallt tryggður.

2. gr.

Á eftir 1. málsl. 2. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Með sömu skilyrðum og þar er lýst, má nýta heimild 2. mgr. 16. gr. til að víkja frá þeirri skyldu að stofna sérstakan reikning þegar fjárhæð haldlagðra fjármuna á bankareikningi er undir þeim mörkum sem greinir í ákvæðinu.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 88. gr. a. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og tekur þegar gildi.

Dómsmálaráðuneytinu, 7. janúar 2021.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Haukur Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.