Fara beint í efnið

Prentað þann 3. jan. 2025

Breytingareglugerð

30/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 200/1998 um búfjármörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjár.

1. gr.

5. gr. og 6. gr eru sameinaðar í 5. gr. sem orðast svo:

Frost- og örmerki fyrir hross.

5.1 Tilgangur frost- og örmerkinga hrossa er að tryggja sem best rétta upprunaskráningu og sönnun á eignarrétti.

5.2 Bændasamtök Íslands veita leyfi til frost- og örmerkinga hrossa, halda skrá yfir leyfishafa, leiðbeina um framkvæmd merkinga og hafa umsjón með þeim. Bændasamtökin skulu einnig annast skráningu frostmerkja, örmerkja og dreifingaraðila og alla meðferð og vörslu upplýsinga um framkvæmd frost- og örmerkinga á hrossum.

5.3 Leyfishafa til frostmerkinga og/eða örmerkinga hrossa er skylt að útfylla þar til gert vottorð í þríriti þar sem skráð er frostmerki og/eða örmerki, tólf stafa fæðingarnúmer og auðkenni gripsins. Frumrit skal senda Bændasamtökum Íslands sem skrá upplýsingarnar í gagnavörslukerfið Feng. Afrit fær eigandi eða umráðamaður gripsins og eitt afrit geymir sá aðili sem annast einstaklingsmerkinguna.

5.4 Við eigendaskipti skal vottorð um einstaklingsmerkingu fylgja hrossinu og tilkynna ber eigendaskipti til Bændasamtaka Íslands á eyðublaði sem samtökin láta gera. Óheimilt er að slátra frostmerktu eða örmerktu hrossi eða flytja úr landi, nema framvísað sé vottorði um einstaklingsmerkingu og staðfestingu Bændasamtaka Íslands um skráðan eiganda. Sláturleyfishöfum ber að gæta þess að ætíð sé lesið af frostmerkjum og/eða örmerkjum hrossa fyrir slátrun, til að staðfesta réttan uppruna og eignarhald gripa. Þá skulu héraðsdýralæknar gæta þess að upplýsingar samkvæmt frostmerkingu og/eða örmerkingu séu ávallt skráðar á heilbrigðisvottorð vegna útflutnings hrossa.

5.5 Við frostmerkingu hrossa eru átta síðustu stafir fæðingarnúmers hrossins frostmerktir samkvæmt táknkerfi á háls eða bak hrossins. Tvö táknkerfi eru jafngild við örmerkingu hrossa. Frostmerki skv. kerfi 1 er samsett úr átta táknum sem gerð eru úr réttum hornum og samsíða línum. Táknin merkja tölustafina frá 0 til 9, sbr. mynd I. Merkið er þannig byggt upp, sbr. mynd II, að fremst er sem táknar að hrossið er fætt á Íslandi. Þá koma tvö tákn, hvort upp af öðru, sem merkja síðustu tvo tölustafi í fæðingarári hrossins en þriðja tákn merkir kyn þar sem II táknar hest og táknar hryssu. Þá koma tvö tákn fyrir upprunahérað og að síðustu þrjú tákn fyrir raðnúmer, þ.e. föst skráningarnúmer þátttakenda í hrossaskýrsluhaldi. Frostmerki skv. kerfi 2 er samsett úr tölustöfum og bókstaf. Er fyrsti tölustafur síðasti stafur fæðingarárs hrossins, næst kemur einkennisstafur eða númer upprunahéraðs og að síðustu koma þrjár tölur sem eru raðnúmer, þ.e. föst skráningarnúmer þátttakenda í hrossaskýrsluhaldi. Tafla 1 sýnir númer upprunahéraðs og einkennisstafi þess. Fyrir upprunahéruð 80, 81, 82 og 83 skal ekki nota einkennisstafi, aðeins númer upprunahéraðs.

Tafla 1

Upprunahéruð Einkennis- Landsvæði
Númer stafur
25 R Kjalarnesþing.
35 B Borgarfjarðarsýsla, Akranes.
36 M Mýrasýsla, Borgarnes.
37 P Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla.
38 D Dalasýsla.
45 F Vestfirðir, nema Strandasýsla.
49 T Strandasýsla.
55 V V-Húnavatnssýsla.
56 H A-Húnavatnssýsla
57 K Skagafjarðarsýsla, vestan Héraðsvatna,
Hegranes og Sauðárkrókur.
58 W Skagafjarðarsýsla, austan Héraðsvatna og
Siglufjörður.
65 A Eyjafjarðarsýsla, Akureyri, Dalvík,
Ólafsfjörður.
66 E S-Þingeyjarsýsla, Húsavík.
67 N N-Þingeyjarsýsla.
75 S N-Múlasýsla, Seyðisfjörður.
76 U S-Múlasýsla, Neskaupstaður, Eskifjörður.
77 Z A-Skaftafellssýsla, Höfn.
84 O Rangárvallasýsla, austan Eystri-Rangár.
80 Rangárvallasýsla, austan Eystri-Rangár.
85 Y V-Skaftafellssýsla.
86 L Rangárvallasýsla, vestan Eystri-Rangár.
81 Rangárvallasýsla, vestan Eystri-Rangár.
87 X Árnessýsla, nema uppsveitir, Selfoss,
Vestmannaeyjar.
82 Árnessýsla, nema uppsveitir, Selfoss,
Vestmannaeyjar.
88 I Árnessýsla, uppsveitir.
83 Árnessýsla, uppsveitir.

5.6 Heimilt er að frostmerkja hross með eigendamerkjum, þó ekki á sömu staði á gripnum og frostmerkt er skv. táknkerfum 1 eða 2, sbr. 5.5. Öll eigendamerki skal skrá í markaskrár sem stórgripamörk í samræmi við ákvæði 9. gr. reglugerðar nr. 200/1998 um búfjármörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjár.

5.7 Við örmerkingu hrossa er eingöngu heimilt að nota þær gerðir örmerkja sem að mati Bændasamtaka Íslands uppfylla kröfur samtakanna til upprunaskráningar og gæðaskýrsluhalds. Því skal tryggt að hvert örmerki hafi einkvæma áletrun þannig að ekki skapist hætta á ruglingi eða misferlum. Óheimilt er að bæta tölu- eða bókstöfum í örmerki né breyta því á einn eða annan hátt. Þetta skal sannreynt við skráningu í gagnavörslukerfið Feng hverju sinni. Ávallt skal tilgreina tegund örmerkis á vottorði Bændasamtaka Íslands.

5.8 Örmerki skal komið fyrir undir faxrót, undir húð við sinaband, vinstra megin á hálsi um miðjan makka. Við örmerkingu skal þess gætt að fara vel að gripnum og fylgja viðeigandi leiðbeiningum um ísetningu og aflestur örmerkis. Þeir aðilar sem annast örmerkingu hrossa (leyfishafar sbr. 5.2) skulu ætíð hafa til afnota aflestrartæki sem geta lesið af öllum gerðum örmerkja sem Bændasamtök Íslands heimila til dreifingar og notkunar fyrir hross.

2. gr.

6. gr. orðast svo:

Frostmerki fyrir nautgripi.

Heimilt er að frostmerkja nautgripi á læri eða malir. Sé um eigendamerki að ræða skal skrá þau í markaskrár sem stórgripamörk í samræmi við ákvæði 9. gr. reglugerðar nr. 200/1998 um búfjármörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjár.

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í IX. kafla laga nr. 6/1986 um afréttamálefni, fjallskil o.fl. og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breytingum, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Landbúnaðarráðuneytinu, 13. janúar 2000.

Guðni Ágústsson.

Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.