Prentað þann 22. des. 2024
12/2016
Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 167/2015 um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra að því er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu.
1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast sjö nýir töluliðir, 50., 51., 52., 53., 54., 55. og 56. tölul., svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1277/2014 frá 1. desember 2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 37/2010 að því er varðar efnið lasalósíð. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 253/2015, frá 1. nóvember 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 10. desember 2015, bls. 369.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1359/2014 frá 18. desember 2014 um breytingu á viðaukanum við reglugerð (ESB) nr. 37/2010 að því er varðar efnið túlatrómýsín. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 253/2015, frá 1. nóvember 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 10. desember 2015, bls. 372.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1390/2014 frá 19. desember 2014 um breytingu á viðaukanum við reglugerð (ESB) nr. 37/2010 að því er varðar efnið eprínómektín. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 253/2015, frá 1. nóvember 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 10. desember 2015, bls. 375.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1078 frá 3. júlí 2015 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 37/2010 að því er varðar efnið klódrónsýru (í formi dínatríumsalts). Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 254/2015, frá 1. nóvember 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 10. desember 2015, bls. 378.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1079 frá 3. júlí 2015 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 37/2010 að því er varðar efnið hexaflúmúrón. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 254/2015, frá 1. nóvember 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 10. desember 2015, bls. 381.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1080 frá 3. júlí 2015 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 37/2010 að því er varðar efnið própýl-4-hýdroxýbensóat og natríumsalt þess. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 254/2015, frá 1. nóvember 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 10. desember 2015, bls. 384.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1308 frá 29. júlí 2015 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 37/2010 að því er varðar efnið basískt álsalisýlat. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 255/2015, frá 1. nóvember 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, frá 10. desember 2015, bls. 387.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli, lögum nr. 96/1997 um slátrun og sláturafurðir og lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, öll með síðari breytingum.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 5. janúar 2016.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Ólafur Friðriksson.
Eggert Ólafsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.