Fara beint í efnið

Prentað þann 21. jan. 2022

Breytingareglugerð

10/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini.

1. gr.

Í stað ákvæðis til bráðabirgða II kemur nýtt ákvæði með fyrirsögn, svohljóðandi:

Ákvæði til bráðabirgða II.

Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 29. gr. gilda ákvæði 1. mgr. sömu greinar einnig um ökuskírteini gefin út í Bretlandi. Þá er, þrátt fyrir ákvæði 7.-9. mgr. 31. gr., heimilt að gefa út íslenskt ökuskírteini í stað ökuskírteinis sem gefið er út í Bretlandi, án þess að umsækjandi þreyti próf. Framangreint gildir til 31. júlí 2022.

Þrátt fyrir 2. tölul. 1. mgr. 35. gr. er heimilt að endurnýja starfsleyfi ökukennara fram til 1. janúar 2023 þó svo að ökukennari hafi ekki sótt endurmenntunarnámskeið skv. 36. gr.

2. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 58., 62. og 64. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 11. janúar 2022.

Sigurður Ingi Jóhannsson
innviðaráðherra.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.