Fara beint í efnið

Milliríkjasamningar vegna almannatrygginga

EES samningurinn

Dæmi: Þeir sem hafa þegar áunnið sér rétt til lífeyrisgreiðslna tapa ekki þessum áunnu réttindum þótt þeir flytji til annars EES lands. Áunninn lífeyrisréttur greiðist út þegar lífeyrisaldri er náð.

Í reglugerðinni eru samræmingarreglur og meginreglur um jafnræði, samlagningu búsetu- og atvinnutímabila, greiðslur tryggingabóta úr landi og um réttindaávinnslu.

Með EES reglunum um almannatryggingar er hvorki samið um að almannatryggingaréttindi í aðildarríkjunum skuli vera eins né eru þau sameinuð.

EES reglurnar taka til eftirtalinna flokka almannatrygginga:

Eftirtaldir bótaflokkar eru samræmdir: 

  • Sjúkrabætur

  • Bætur til mæðra vegna meðgöngu og fæðingar og jafngildar bætur til feðra.

  • Örorkubætur

  • Bætur vegna elli

  • Bætur til eftirlifenda

  • Bætur vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma

  • Styrkir vegna andláts

  • Atvinnuleysisbætur

  • Bætur sem eru veittar fyrir lögbundinn lífeyrisaldur

  • Fjölskyldubætur

Almannatryggingalöggjöf EES landanna er að mörgu leyti mjög ólík að efni og uppbyggingu. Reglugerð Evrópuþingsins og Ráðsins nr. 883/2004, nr. 987/2009 og nr. 988/2009 um samræmingu almannatryggingakerfa eru sérreglur um beitingu löggjafar landanna. Innleidd á Íslandi með reglugerð nr. 442/2012.

EES reglurnar taka til greiðslna frá Sjúkratryggingum:

EES reglurnar taka til allra bóta og greiðslna almannatrygginga, sem dæmi má nefna:

  • Bætur og greiðslur sjúkratrygginga eins og heilbrigðisþjónustu, heilsugæsluþjónustu, sjúkrahúsvist, almenn læknishjálp utan sjúkrahúsa, rannsóknir og meðferð sérgreinalækna, lyf, ferða- og flutningskostnaður, hjúkrun í heimahúsum, hjálpartæki, þjálfun og fleira.

  • Bætur og greiðslur slysatrygginga eins og sjúkrahjálp, dagpeninga, örorkubætur og dánarbætur.

EES reglurnar taka til eftirtalinna einstaklinga:

Ríkisborgarar aðildarríkis, ríkisfangslausir einstaklingar og flóttamenn sem eru búsettir í aðildarríki og hafa heyrt undir löggjöf eins eða fleiri aðildarríkja, auk aðstandenda þeirra og eftirlifenda.

Fyrirvari varð gerður af hálfu EFTA-EES ríkjanna þannig að einvörðungu ríkisborgarar EES ríkjanna geta notið ívilnandi réttar EES reglnanna.

Helstu meginreglur EES reglnanna:

Í reglugerðum Evrópuþingsins og Ráðsins um samræmingu almannatryggingarkerfa EES ríkja er að finna ákveðnar meginreglur um samræmda og samfellda beitingu löggjafar aðildarríkjanna:

  • Ríkisborgarar eins aðildarríkis njóta jafnræðis í öðru aðildarríki á við ríkisborgara þess ríkis.

  • Þeir einstaklingar sem heyra undir reglugerðir Evrópuþingsins og Ráðsins um samræmingu almannatryggingarkerfa EES ríkja eiga aðeins að vera undir löggjöf eins aðildarríkjanna á hverjum tíma.

  • Tryggingastofnanir í aðildarríkjunum skulu taka skal til greina samanlögð tryggingartímabil eða starfstímabil fyrri búsetu- eða starfslanda að því marki sem nauðsynlegt er til að fella niður eða ,,eyða” biðtíma í landinu sem flutt er til eða byrjað að starfa í.

  • Greiðslur þeirra bótaflokka sem reglugerðir Evrópuþingsins og Ráðsins um samræmingu almannatryggingarkerfa EES ríkja taka til haldast þótt flutt sé til annars aðildarríkis.

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar