Fara beint í efnið

Milliríkjasamningar vegna almannatrygginga

Samið er við önnur ríki og erlendar tryggingastofnanir um gagnkvæman rétt til þeirra hlunninda er almannatryggingar veita.

Ísland hefur gert milliríkjasamninga um almannatryggingar við mörg erlend ríki og tryggingastofnanir. Í þeim er meðal annars kveðið á um greiðslur bóta til einstaklinga er búa erlendis, fjallað um hvernig taka eigi tillit til búsetu,- atvinnu-, eða tryggingatíma sem áunnist hafa í öðrum samningsríkjum, jafnræði ríkisborgara samningsríkjanna og fleira.

Lönd Evrópusambandsins og lönd EFTA mynda Evrópska efnahagssvæðið (EES) og milli þessar landa gilda almannatryggingareglur EES samningsins.

Á milli Íslands, Noregs, Lichtenstein og Sviss er í gildi Vaduz-samningur sem hefur þau áhrif að nánast sömu reglur gilda gagnvart Sviss.

Á milli EFTA ríkja, þar á meðal Íslands, og Bretlands er í gildi samningur um almannatryggingar sem tók gildi 01.01.2024.

Samningarnir geta verið misjafnir að efni.

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar