Listamannalaun
Leiðbeiningar vegna umsókna
Sækja skal um rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís.
Til að nálgast umsóknarformið þarf umsækjandi að tengjast umsóknarkerfi Rannís með rafrænum skilríkjum.
Umsóknum skal skila á rafrænu formi í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Ekki er tekið við umsóknum á öðru formi.
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel leiðbeiningar vegna umsókna.
Ráðlagt er að stofna umsókn tímanlega og ekki skila umsókn á síðasta degi.
Sjá leiðbeiningarmyndband vegna umsókna:
Mikilvæg atriði fyrir umsækjendur
Byrja umsóknargerð tímanlega og ekki skila umsókn á síðasta degi.
Umsóknir eru einstaklingsumsóknir og nota þarf rafræn skilríki verið gerð þeirra.
Ef notandi er erlendis gæti þurft að nota auðkennisappið frekar en auðkenningu gegnum símanúmer.
Ætli listamaður að sækja um úr fleiri en einum launasjóði, þarf að senda eina umsókn fyrir hvern sjóð.
Aðeins er hægt að senda eina umsókn í hvern launasjóð. Nýjasta umsókn gildir ef send er fleiri en ein.
Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður verður að vera búið að skila lokaskýrslu vegna fyrri starfslauna til að ný úthlutun komi til greina. Sé launatöku ekki lokið þegar sótt er um að nýju skal skila áfangaskýrslu til að ný umsókn komi til greina og síðan lokaskýrslu þegar launatöku er lokið.
Umsókn má skrifa á íslensku eða ensku.
Ef umsókn listamanns er háð því að annar listamaður fái úthlutun þarf að hafa umsóknarnúmer þess umsækjandi tiltækt við gerð umsóknar.
Sviðslistahópar sækja um í launasjóð sviðslistafólks í gegnum umsókn Sviðslistasjóðs og eiga ekki að senda einstaklingsumsóknir.
Eftir að umsókn er send sést hún undir “Umsóknir->Innsendar” á mínum síðum umsækjanda og er það öruggasta staðfesting þess að umsókn sé móttekin.
Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður áfanga- eða lokaskýrslu að hafa verið skilað vegna fyrri starfslauna. Sjá nánar um skýrsluskil.
Launagreiðslur ef úthlutun fæst
Í umsókn er beðið um bankaupplýsingar og áætlaðan upphafsmánuð vinnu. Fáist úthlutun hefjast launagreiðslur í áætluðum upphafsmánuði nema óskað sé eftir öðru. Hægt er að senda inn beiðni um að fresta töku launa en það þarf að gerast fljótlega eftir að úthlutun er tilkynnt.
Þjónustuaðili
Rannsóknamiðstöð Íslands