Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stjórn Listamannalauna

Ráðherra sem fer með menningarmál skipar þrjá einstaklinga í stjórn listamannalauna til þriggja ára í senn, einn samkvæmt tilnefningu Bandalags íslenskra listamanna, einn samkvæmt tilnefningu Listaháskóla Íslands og einn án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.

Ráðherra skipar formann og varaformann úr hópi aðalmanna. Ekki er heimilt að skipa sama mann aðalmann í stjórn listamannalauna lengur en tvö samfelld starfstímabil.

Núverandi stjórn listamannalauna er skipuð til 31. maí 2027.

Stjórn listamannalauna skipa eftirtalin:

  • Jónatan Garðarsson formaður, skipaður án tilnefningar

  • Kolbrún Ýr Einarsdóttir, tilnefnd af Bandalagi íslenskra listamanna

  • Eva María Árnadóttir tilnefnd af Listaháskóla Íslands

Varamenn eru:

  • Elísabet Indra Ragnarsdóttir skipuð án tilnefningar,

  • Erling Jóhannesson tilnefndur af Bandalagi íslenskra listamanna,

  • Kristín Eysteins tilnefnd af Listaháskóla Íslands.

Úthlutunarnefndir Listamannalauna

Ráðherra sem fer með menningarmál skipar árlega þriggja manna úthlutunarnefndir, eina fyrir hvern launasjóð, varamenn skulu skipaðir með sama hætti.

Úthlutunarnefndir vinna samkvæmt verklagsleiðbeiningum sem mótaðar hafa verið á síðustu árum í samráði við fagfélög listamanna og reynda formenn úthlutunarnefnda.

Ráðherra sem fer með menningarmál skipar árlega þriggja manna úthlutunarnefndir, eina fyrir hvern launasjóð, varamenn skulu skipaðir með sama hætti.

Skipun er samkvæmt tilnefningu eftirtalinna:

  • Launasjóður hönnuða: Hönnunarmiðstöð Íslands

  • Launasjóður myndlistarmanna:  Samband íslenskra myndlistarmanna

  • Launasjóður rithöfunda: Rithöfundasamband Íslands

  • Launasjóður sviðslistafólks: Sviðslistasamband Íslands

  • Launasjóður tónlistarflytjenda: Félag íslenskra hljómlistarmanna og Félag íslenskra tónlistarmanna

  • Launasjóður tónskálda: Tónskáldafélag Íslands og Félag tónskálda og textahöfunda

  • Launasjóður kvikmyndahöfunda: Samtök kvikmyndaleikstjóra og Félag leikskálda og handritshöfunda. 

Úthlutunarnefndir eru skipaðar til eins árs í senn, en lögum samkvæmt er ekki unnt að skipa sama einstakling lengur en þrjú ár í röð til setu í úthlutunarnefnd. Nöfn nefndarmanna eru birt í tilkynningu um úthlutun.