Listamannalaun
Listamannalaun eru veitt sjálfstætt starfandi listamönnum og er þeim ætlað að efla menningu og listir á Íslandi með launum fyrir listsköpun.
Starfslaun listamanna eru veitt úr átta sjóðum:
launasjóði hönnuða og arkitekta
launasjóði myndlistarmanna
launasjóði rithöfunda
launasjóði sviðslistafólks
launasjóði tónlistarflytjenda
launasjóði tónskálda
launasjóði kvikmyndahöfunda
Vegsemd, sjóði fyrir listamenn 67 ára og eldri (ATH: Ekki er sótt um í Vegsemd heldur geta umsóknir listamanna 67 ára og eldri í ofangreinda sjóði fallið undir Vegsemd)
Umsjón með sjóðunum er í höndum stjórnar listamannalauna.
Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn því aðeins tekin til umfjöllunar að áfanga- eða lokaskýrslu vegna fyrri starfslauna hafi verið skilað til stjórnar listamannalauna.
Umsóknum skal skila á rafrænu formi í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Ekki er tekið við umsóknum á öðru formi.
Tekið er á móti fyrirspurnum í netfanginu listamannalaun@rannis.is eða í símanumerum 515 5839 og 515 5838.
Þjónustuaðili
Rannsóknamiðstöð Íslands