Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Starfslaun listamanna eru greidd mánaðarlega. Þau sem njóta starfslauna í sex mánuði eða lengur skulu ekki gegna fullu starfi meðan á starfslaunatímanum stendur.

Fjárhæð starfslauna skal koma til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert með tilliti til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála, skv. 4 gr. laga 57/2009.

Skýrsluskil listamannalauna fara fram í gegnum Mínar síður í umsýslukerfi Rannís.

Umsókn um listamannalaun er ekki tekin til umfjöllunar nema áfanga- eða lokaskýrslu vegna fyrri úthlutunar hafi verið skilað, skv. 7. gr. reglugerðar um listamannalaun.

Lokaskýrslu skal skila eftir að launatöku lýkur (verkefni sem unnið var að þarf ekki að vera að fullu lokið).

Áfangaskýrslu skal skila til viðbótar við lokaskýrslu ef ekki er búið að taka út starfslaun að fullu þegar sótt er um að nýju. 

Sjá leiðbeiningamyndband vegna skýrlsna Listamannalauna: