Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
Síað eftir:
231 leitarniðurstöður
Starfsfólk TR mætti í bleiku í tilefni af bleika deginum. Við tókum reyndar tvo bleika daga og smelltum að sjálfsögðu myndum af glaðbeittu starfsfólki í bleiku.
Það var góð mæting á fræðslufund TR um ellilífeyri sem var haldinn í Hlíðasmára 11 í gær og voru þátttakendur um 50 talsins.
Ef þú ert að huga að töku ellilífeyris frá TR er gagnlegt fyrir þig að horfa á kynningu sem var tekin upp á vel sóttum fundi TR í vikunni.
Fullt var á námskeið TR í gær Allt um ellilífeyri – þetta þarf ekki að vera flókið, en alls 70 manns mættu í Hlíðasmára 11 í gær. Námskeiðið verður endurtekið í streymi á miðvikudaginn í næstu viku þann 27. september frá kl. 16.00 – 19.00.
Vegna kvennaverkfallsins 24. október má búast við að afgreiðslutími geti lengst í símsvörun og þjónustumiðstöð TR í Hlíðasmára 11.
Fullbókað er á námskeið sem TR býður upp á 21. september en skráning er opin á námskeið í streymi 27. september. Á námskeiðinu verður farið yfir allt sem snýr að umsóknum um ellilífeyri, greiðslufyrirkomulag og fleiru.
Ráðstefnan Tengjum ríkið var haldin í gær 26. september á Hilton þar sem TR og fleiri stofnanir kynntu stafræna vegferð sína ásamt Stafrænu Íslandi. TR hlaut viðurkenningu fyrir að hafa lokið átta stafrænum skrefum sem Stafrænt Ísland hefur skilgreint. Níunda og síðasta skrefið stígur TR þegar spjallmenni verður fljótlega tekið í notkun á vef TR á Ísland.is.
Árlegur endurreikningur vegna greiðslna frá TR liggur nú fyrir á Mínum síðum TR og á island.is fyrir árið 2022. Þau sem fengu of lágar greiðslur árið 2022 fá endurgreitt frá TR í sérstakri greiðslu 1. júní nk.
Tryggingastofnun er meðal þeirra 130 aðila sem hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflverkefnis FKA. Um er að ræða 93 fyrirtæki, 15 sveitarfélög og 22 opinbera aðila. Viðmiðið er að hafa 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi.
Miðvikudaginn 25. janúar nk. kl. 16.00 verður opinn fræðslufundur í streymi og í Hlíðasmára 11 fyrir þau sem stefna að töku ellilífeyris hjá TR. Fundurinn er einkum ætlaður þeim sem eru að huga að starfslokum.