Fara beint í efnið

22. september 2023

Allt um ellilífeyri – þetta þarf ekki að vera flókið – Hægt að skrá sig í streymi

Fullt var á námskeið TR í gær Allt um ellilífeyri – þetta þarf ekki að vera flókið, en alls 70 manns mættu í Hlíðasmára 11 í gær. Námskeiðið verður endurtekið í streymi á miðvikudaginn í næstu viku þann 27. september frá kl. 16.00 – 19.00.

Allt um ellilífeyri námskeið - Unnur og Sigurjón

Námskeiðið verður endurtekið í streymi á miðvikudaginn í næstu viku þann 27. september frá kl. 16.00 – 19.00. Skráning fer fram hér.

Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi var gestafyrirlesari á námskeiðinu og fjallaði hann um lífeyrismál á breiðum grunni og Unnur Kristín Sigurgeirsdóttir verkefnastjóri ellilífeyris TR fjallaði um ellilífeyri frá hlið almannatrygginga. Sigrún Jónsdóttir sviðsstjóri samskiptasviðs var fundarstjóri.

Það færist í vöxt að fólk undirbúi sig vel fyrir starfslok og er námskeið sem þetta góður vegvísir inn í starfslokin. Mörgum finnst kerfið flókið en það er líka hægt að einfalda leiðina að upplýsingunum og er námskeiðið liður í því.

Starfsfólk TR þakkar gestum námskeiðsins kærlega fyrir komuna og góðar umræður.