Fara beint í efnið

27. september 2024

TR hlýtur viðurkenningu fyrir stafræn skref

Ráðstefnan Tengjum ríkið var haldin í gær 26. september á Hilton þar sem TR og fleiri stofnanir kynntu stafræna vegferð sína ásamt Stafrænu Íslandi. TR hlaut viðurkenningu fyrir að hafa lokið átta stafrænum skrefum sem Stafrænt Ísland hefur skilgreint. Níunda og síðasta skrefið stígur TR þegar spjallmenni verður fljótlega tekið í notkun á vef TR á Ísland.is.

Huld Magnúsdóttir tekur við viðurkenningu fyrir Stafræn skref

Huld Magnúsdóttir forstjóri TR tók við viðurkenningunni fyrir hönd TR.

Við hjá TR leggjum áherslu á þróun stafrænna lausna í okkar starfsemi með það að markmiði að veita sem besta mögulega þjónustu. Með stafrænum lausnum styttast ferlar og meiri tími gefst til að sinna betur flóknari erindum.