13. janúar 2023
13. janúar 2023
Fræðslufundur um upphaf töku ellilífeyris hjá TR
Miðvikudaginn 25. janúar nk. kl. 16.00 verður opinn fræðslufundur í streymi og í Hlíðasmára 11 fyrir þau sem stefna að töku ellilífeyris hjá TR. Fundurinn er einkum ætlaður þeim sem eru að huga að starfslokum.
Á fundinum fer starfsfólk TR yfir hvernig best er að standa að umsókn um ellilífeyri til TR, hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn, réttindi og upphæðir greiðslna. Fundur sem þessi verður haldinn reglulega og vonumst við til að hann sé góður vegvísir inn í starfslok og möguleg réttindi frá almannatryggingum. Boðið verður uppá kaffi og kleinur.
Eins og fyrr segir er fundinum streymt auk þess sem hægt er að mæta í Hlíðasmára 11. Við biðjum þau sem vilja taka þátt í fundinum hvort sem það er í Hlíðasmára eða í streymi að skrá sig hér.
Fyrir þau sem taka þátt í streymi þá verður hlekkur á fundinn sendur samdægurs eða þann 25. janúar.