8. nóvember 2024
8. nóvember 2024
Tryggingastofnun hlýtur Jafnvægisvogina 2024
Tryggingastofnun er meðal þeirra 130 aðila sem hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflverkefnis FKA. Um er að ræða 93 fyrirtæki, 15 sveitarfélög og 22 opinbera aðila. Viðmiðið er að hafa 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi.
Í tilkynningu frá FKA kemur fram að Ásta Dís Óladóttir, doktor og prófessor við Háskóla Íslands og formaður Jafnréttisvogarinnar, sem opnaði hátíð FKA vegna jafnvægisvogarinnar hrósaði stjórnendum fyrir eftirtektarverðan árangur í jafnréttismálum. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra flutti ávarp og fór yfir stöðina í jafnréttismálum í samfélaginu almennt.
Að hreyfiaflsverkefninu standa auk FKA, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Creditinfo, Deloitte, Pipar/TBWA, Ríkisútvarpið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá.
Tryggingastofnun er stolt af að vera á meðal þeirra 130 sem hlutu Jafnvægisvogina 2024 og óskar öðrum aðilum í hópnum til hamingju.