Fara beint í efnið

11. september 2023

Allt um ellilífeyri – þetta þarf ekki að vera flókið

Fullbókað er á námskeið sem TR býður upp á 21. september en skráning er opin á námskeið í streymi 27. september. Á námskeiðinu verður farið yfir allt sem snýr að umsóknum um ellilífeyri, greiðslufyrirkomulag og fleiru.

TR hoppandi hán

Námskeiðið 21. september fer fram í Hlíðasmára 11, klukkan 16.00 -19.00.

  • Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi er gestafyrirlesari á námskeiðinu og fjallar um lífeyrissjóðina, ólíkar tegundir séreignarsparnaðar, skattamál, erfðamál, öryggi maka, undirbúning starfsloka o.fl.

  • Fyrir hönd TR kynnir Unnur Kristín Sigurgeirsdóttir, verkefnastjóri ellilífeyris, umsóknarferlið og umgjörð ellilífeyrisgreiðslna hjá TR.

Námskeiðinu er fyrst og fremst ætlað að vera góður vegvísir fyrir þau sem eru að huga að starfslokum. Því þetta þarf ekki að vera flókið.

Björn Berg Gunnarsson er sjálfstætt starfandi fjármálaráðgjafi og hefur mikla þekkingu á lífeyrismálum. Hann starfaði meðal annars um tíma hjá Íslandsbanka og hefur haldið kynningarfundi um upphaf töku ellilífeyris. Það er okkur mikil ánægja að vera í samstarfi við Björn Berg á þessum vettvangi.

Unnur Kristín Sigurgeirsdóttir verkefnastjóri fer fyrir teymi um ellilífeyri á þjónustusviði TR og hefur starfað hjá TR um árabil.

Við hvetjum öll sem telja sig þurfa upplýsingar um ellilífeyriskerfið til að mæta. Það er takmarkað húsrými hjá okkur og því biðjum við þau sem ætla að mæta að skrá sig.

Fullbókað er á námskeiðið fimmtudaginn 21. september en við bendum á að það hægt að skrá sig hér fyrir neðan á námskeið í streymi.

Skráning á námskeið í streymi, miðvikudaginn 27. september kl. 16.00 - 19.00 fer fram hér. Hlekkur á útsendingu verður sendur í tölvupósti.