Fara beint í efnið

27. febrúar 2024

Vel mætt á fræðslufund um ellilífeyri

Það var góð mæting á fræðslufund TR um ellilífeyri sem var haldinn í Hlíðasmára 11 í gær og voru þátttakendur um 50 talsins.

Tryggingastofnun - hausmynd

Á fundinum var farið yfir helstu atriði varðandi upphaf töku ellilífeyris. Þetta er liður í fræðslustarfi TR til að leiðbeina og upplýsa væntanlega viðskiptavini sem best um réttindi sín.

TR hefur tekið upp þá nýbreytni að senda kynningarbréf til 66 ára fólks um réttindi til ellilífeyris 6 mánuðum fyrir 67 ára afmælisdaginn til að fræða þennan hóp um réttindi sín hjá TR.

Félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir hafa gjarnan leitað til TR til að fá fræðslu um upphaf töku ellilífeyris og annað sem snýr að starfseminni og er velkomið að hafa beint samband við okkur til að fá slíkar kynningar. Netfangið er: sigrunjonsdottir@tr.is

Hægt er að nálgast upplýsingar um ellilífeyri og umsóknarferlið hér á Ísland.is.