Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Umsóknum skal skila á rafrænu formi í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Ekki er tekið við umsóknum á öðru formi.

Innskráning í umsóknarkerfileiðbeiningar umsóknarkerfis

  • Umsókn um styrk úr Íþróttasjóði skal skila í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís. 

  • Til að nálgast umsóknarformið þarf að tengjast umsóknarkerfi Rannís með rafrænum skilríkjum.

  • Ekki er nauðsynlegt að umsækjandi sé innskráður notandi í umsóknarkerfinu en það er heppilegt ef hægt er. Einstaklingur getur verið innskráður notandi í umsóknarkerfi en tilgreint annan umsækjanda í umsókn.

Ráðleggingar til umsækjenda

  • Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér vel allar leiðbeiningar vegna umsókna í sjóðinn.

  • Stofnið umsókn tímanlega í umsóknarkerfinu.

  • Ekki skila umsókn á síðasta degi.

Gagnlegar upplýsingar fyrir umsækjendur

Fjárhagsáætlun - heildarkostnaður og tekjur verkefnis

  • Við gerð fjárhagsáætlunar í umsókn skal hafa í huga að átt er við heildarkostnað verkefnis.

  • Eigið framlag getur verið í formi vinnu. 

  • Mismunur kostnaðar og fjármögnunar í umsókn er umsóttur styrkur.  

  • Ef sótt er um styrk eða framlög til annarra skal tilgreina það í umsókn.

  • Mikilvægt er að fara vel yfir fjárhagsáætlun áður en umsókn er send inn.

  • Lágmarksstyrkur til verkefna er 250 þúsund krónur.

Ýmis atriði 

  • Umsókn má skrifa á íslensku eða ensku

  • Ef notandi er erlendis gæti þurft að nota auðkennisappið frekar en auðkenningu gegnum símanúmer.

  • Eftir að umsókn er send sést hún undir „Umsóknir->Innsendar“ á mínum síðum þess notanda sem sendi.