Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skilyrði úthlutunar er að verkefni falli að markmiðum Íþróttalaga. Þar segir að íþróttir séu hvers konar líkamleg þjálfun er stefnir að því að auka líkamlegt og andlegt atgervi, heilbrigði og hreysti.

Mats- og úthlutunarferlið:

  • Íþróttanefnd, sem einnig er stjórn Íþróttasjóðs fer yfir allar umsóknir og metur þær og gerir tillögu um úthlutun. Mennta- og barnamálaráðherra tekur formlega ákvörðun um úthlutun út frá tillögu stjórnar.

  • Umsóknir eru metnar samkvæmt matskvarða Íþróttasjóðs

  • Mat á umsóknum skal einkum byggjast á eftirtöldum  sjónarmiðum skv.reglugerð nr. 803/2008:

  • Gildi og mikilvægi verkefnis með tilliti til þeirra markmiða sem Íþróttasjóði eru sett.

  • Líkum á því hægt sé að ná þeim markmiðum er verkefnið miðar að.

  • Umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðargögn.

  • Reglur 3.gr. stjórnsýslulaga gilda um vanhæfi stjórnarmanna/matsmanna.

  • Allir umsækjendur fá tilkynningu um hvort þeir hafi hlotið styrk eða ekki. 

  • Gefin er út fréttatilkynning um úthlutun (hverjir hlutu styrk, nafn verkefnis og upphæð).