Íþróttasjóður
Greiðslur og skýrsluskil
Greiðslur
Greiðslur taka mið af upphæð styrks
Umsækjendur sem fá úthlutað styrk fá sendan tölvupóst þar sem fram koma þeir skilmálar sem styrkveitingunni fylgja.
Með því að svara, telst umsækjandi hafa samþykkt skilmálana og styrkurinn verður lagður inn á reikning viðkomandi umsækjanda.
Skýrslur
Sjá upplýsingar í undirrituðum skilmálum styrks.
Í öllum tilvikum skal skila lokaskýrslu og mælst er til að það sé gert sem fyrst eftir að verkefni lýkur en eigi síðar en 3 mánuðum eftir tilgreindan lokadag í skilmálum styrks.
Sá notandi sem sendi umsókn getur nálgast skýrsluform verkefnis á „sínum síðum“ Rannís.
Ef með þarf er hægt að flytja skýrsluform á annan notanda. Beiðni um það er send á netfang sjóðsins; ithrottasjodur(hjá)rannis.is.
Ef styrkþegi sækir um fyrir nýtt verkefni áður en yfirstandandi verkefni er lokið þarf að skila áfangaskýrslu fyrir yfirstandandi verkefni til að ný umsókn sé tekin til greina.
Lýsing á framkvæmd verkefnis til opinberrar birtingar í lokaskýrslu birtist með færslu verkefnis á gagnatorgi Rannís.
Þjónustuaðili
Rannsóknamiðstöð Íslands