Íþróttasjóður
Styrkir Íþróttasjóðs eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig eru styrkir til útbreiðslu- og fræðsluverkefna.
Þá eru veittir styrkir til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.
Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga, efla þekkingu þjálfara og leiðbeinenda í íþróttastarf, auka gildi íþróttastarfs í forvörnum og auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu.
Verkefni þurfa að falla að markmiðum Íþróttalaga sem skilgreina íþróttir sem hvers konar líkamlega þjálfun er stefni að því að auka líkamlegt og andlegt atgervi, heilbrigði og hreysti.
Lágmarksstyrkur til verkefna er 250 þúsund krónur.
Auglýst er eftir umsóknum einu sinni á ári. Umsóknarfrestur er yfirleitt í byrjun október.
Umsóknum skal skila á rafrænu formi í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Ekki er tekið við umsóknum á öðru formi.
Tekið er á móti fyrirspurnum í netfanginu ithrottasjodur@rannis.is eða í síma 515 5833.
Þjónustuaðili
Rannsóknamiðstöð Íslands