Hjúkrunarheimili og dagdvöl aldraðra
Kostnaðarþátttaka íbúa á hjúkrunarheimilum
Tryggingastofnun sér um útreikning á kostnaðarþátttöku/dvalargjaldi íbúa á hjúkrunarheimilum. Sjúkratryggingar ná reglulega í kostnaðarþátttöku íbúa rafrænt til Tryggingastofnunar og birtir upplýsingar í Gagnagátt heimilanna ásamt því að draga upphæðirnar af mánaðarlegum uppgjörum við heimilin. Heimilin innheimta síðan kostnaðarþátttökuna af íbúum.
Á heimasíðu Tryggingastofnunar er hægt að nálgast upplýsingar um útreikning kostnaðarþátttöku/dvalargjalds og fleira.
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar