Fara beint í efnið

Gjaldskrá fyrir dagdvöl aldraðra á vegum aðila sem eru án samnings um verð

Ný gjaldskrá hefur tekið gildi fyrir þjónustu dagdvalarstofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2024 og eru án samnings um verð.

Gjaldskráin tekur til daggjalda fyrir þjónustu við sjúkratryggða einstaklinga í dagdvalarrýmum á vegum stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2024 og eru án samnings við Sjúkratryggingar.

Upphæð greiðsluþátttöku notenda þjónustu dagdvalar kemur fram í reglugerð um dagdvöl aldraðra með síðari breytingum.

Í gjaldskránni eru tilgreind verð og fjöldi rýma sem ákvarðar umfang þjónustunnar sem greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga tekur til. Gjaldskráin gildir frá og með 1. janúar 2024.

Samningur um þjónustu hjúkrunarheimila

Sjúkratryggingar, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir framlengingu á samning um þjónustu hjúkrunarheimila 1. apríl 2022. Sá samningur tók gildi 1. janúar 2020 og er núna framlengdur um 3 ár eða til 31. mars 2025. Samið er við hvert hjúkrunarheimili fyrir sig og eru samningarnir samhljóða. Meðan unnið var að langtímaframlengingu á samningum voru gerðar tvær skammtímaframlengingar.

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar