Fara beint í efnið

Háskólar

„Hlutverk háskóla er að stuðla að sköpun og miðlun þekkingar og færni til nemenda og samfélagsins alls.“

Nám á háskólastigi

Íslenskir háskólar eru miðstöð þekkingar og hluti af alþjóðlegu mennta- og vísindasamfélagi.

Hér á landi eru starfandi sjö háskólar. Ríkisháskólar eru fjórir en sjálfseignarstofnanir þrjár.

Þeir sem hyggja á nám í háskóla skulu hafa lokið stúdentsprófi eða jafngildu prófi. Leyfilegt er að ákveða sérstök inntökuskilyrði í háskóla og láta nemendur gangast undir inntökupróf eða stöðupróf.

Heimilt er að innrita nemendur sem ekki hafa tekið stúdentspróf eða sambærilegt próf en búa að mati viðkomandi háskóla yfir jafngildum þroska og þekkingu.

Þá hafa háskólar, að undangengnu samþykki mennta- og menningarmálaráðuneytis, leyfi til að bjóða upp á aðfararnám fyrir þá sem ekki uppfylla inntökuskilyrði.

Allar nánari upplýsingar um inntökuskilyrði og inntökureglur háskóladeilda ásamt kennslu- og námskrám, umsóknareyðublöðum og upplýsingum um skráningar- og skólagjöld er að finna á vefjum háskólanna.

Boðið er upp á fjarnám í nokkrum háskólanna. Samstarf er við sveitarfélög, háskóla- og þekkingarsetur og símenntunar- og fræðslumiðstöðvar víðs vegar um land. Allar nánari upplýsingar er að finna á vefjum námsdeilda sem bjóða upp á fjarnám.

Margir ákveða að sækja sér háskólamenntun í útlöndum. Mikilvægt er að kynna sér vel allt sem viðkemur námi og búsetu erlendis með góðum fyrirvara.

Lánshæft nám á vef Menntasjóðs
Skrifstofa alþjóðasamskipta HÍ

Flestir taka lán til að framfleyta sér meðan á háskólanámi stendur. Menntasjóður námsmanna veitir lán til háskólanema. Allar nánari upplýsingar um námslán er að finna á vef Menntasjóðs námsmanna.

Háskólanemum standa til boða margs konar styrkir til náms og rannsókna, hér heima og í útlöndum.

Styrkir á farabara.is 

Vert að skoða

Lög og reglugerðir