Háskólar
Brautskráningar
Á Mínum síðum Ísland.is undir flokknum Menntun geta nú brautskráðir nemendur Háskóla Íslands skoðað brautskráningar sínar frá skólanum. Upplýsingar sem hægt er að skoða er t.d. dagsetning brautskráningar, námsleið, deild, fræðasvið og prófgráða eða annað lokapróf eins og við á.
Námsferilsyfirlit með brautskráningu
Einnig geta brautskráðir frá skólanum frá og með árinu 2015 sótt sér námsferilsyfirlit með brautskráningu. Í námsferilsyfirlitinu (transcript) kemur fram námsleið nemanda, lokin námskeið og hvenær þeim var lokið. Einnig má finna upplýsinga um prófgráðu eða lokapróf og dagsetningu brautskráningar ásamt meðaleinkunn og heildarfjölda eininga.
Námsferilsyfirlitin eru með rafrænu innsigli og þar með staðfest afrit. Ef yfirlitið er prentað út er það ekki lengur upprunavottað.
Til hagræðingar getur brautskráður nemandi afhent staðfest námsferilsyfirlit til þeirra sem þess óska, eins og vinnuveitanda, með einföldum rafrænum hætti t.d. tölvupósti.