Fara beint í efnið

Ísland.is

Fyrir Grindavík

Upplýsingar fyrir íbúa Grindavíkur

header

Sálræn þjónusta og stuðningur

Hér getur þú óskað eftir stuðningi, viðtölum hjá fagfólki eða fræðslu vegna jarðhræringana.

Kaup ríkis á eignum í Grindavík

Upplýsingar, leiðbeiningar og umsókn vegna kaupa ríkis á eignum einstaklinga í Grindavík.

Leiguhúsnæði - Bríet

Umsóknarfrestur til 2. apríl 2024.

Könnun um húsnæðismál Grindvíkinga

Dagana 16. janúar til 2. febrúar sl., framkvæmdi Maskína könnun meðal Grindvíkinga um húsnæðismál. Könnunin var unnin að beiðni Grindavíkurbæjar, Almannavarna, Rauða krossins og Stjórnarráðsins. Helstu niðurstöður könnunarinnar er að finna í eftirfarandi glærum.

Rétt er að undirstrika að margt hefur gerst síðan könnunin fór fram og því hugsanlegt að viðhorf svarenda hafi breyst. Meðal annars hefur ríkislögreglustjóri heimilað að fólk geti búið og starfað í Grindavík á eigin ábyrgð; launastyrkur og sértækur húsnæðisstuðningur hefur verið framlengdur; keyptar hafa verið fleiri íbúðir á vegum leigufélaga til leigu fyrir Grindvíkinga; Alþingi hefur samþykkt lög um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði Grindvíkinga og; vísbendingar eru um að margir Grindvíkingar geti hugsað sér að búa víðar en bara á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu, t.d. á Suðurlandi (Árborg og Ölfusi) og á Vesturlandi (Akranesi og Borgarnesi).

Þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga

Þjónustumiðstöð er staðsett í Tollhúsinu, Tryggvagötu 19 í Reykjavík.
Opið virka daga milli klukkan 10.00 og 16.00.

Þjónustumiðstöð í Reykjanesbæ er staðsett Smiðjuvöllum 8. Opið á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum kl. 14:00-17:00.

Boðið er upp á upplýsingagjöf, fræðslu og ráðgjöf af ýmsu tagi og mun sá stuðningur verða útfærður í samræmi við þarfir og óskir íbúa Grindavíkurbæjar.

Símanúmer:

Þjónustumiðstöðin Tryggvagötu:

Þjónustuvers vegna QR kóða, geymslu og flutnings:

  • Sími: 444-3500 frá kl. 8:00-15:00

Íbúðarhúsnæði

Sértækur húsnæðisstuðningur

Sértækur húsnæðisstuðningur til að lækka húsnæðiskostnað Grindvíkinga sem leigja húsnæði utan Grindavíkurbæjar vegna jarðhræringa á svæðinu.

Leigutorg fyrir Grindavík

Hér má finna leigutorg fyrir íbúa Grindvíkur.

Skrá fasteign til leigu fyrir íbúa Grindavíkur

Hér má skrá húsnæði sem stendur Grindvíkingum til boða gegn gjaldi.

Spurt og svarað

Spurt og svarað

Hér má finna algengar spurningar fyrir Grindvíkinga

Skoða algengar spurningar

Fyrir Grindavík

Þjón­ustumið­stöð fyrir Grind­vík­inga

Tollhúsið
Tryggvagötu 19, Reykjavik
Alla virka daga frá kl. 10.00-16.00

Þjónustumiðstöðin í Reykjanesbæ
Smiðjuvöllum 8
Opið á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum kl. 14.00-17.00

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Sími: 420 1100