Fara beint í efnið

Ísland.is

Fyrir Grindavík

Upplýsingar fyrir íbúa Grindavíkur

header

Aðgengi að Grindavík og aðstoð við flutning búslóða

Aðgengi að Grindavík

Nýjustu upplýsingar um aðgengi að Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum facebooksíða

Eigendur sæki lykla að eignum sínum

Eigendur eru hvattir til þess að sækja ósótta lykla að eignum sínum sem verða afhentir í Kvikunni. Opið verður milli klukkan 16 og 18 frá mánudeginum 29.apríl til og með föstudagsins 3. maí. OPIÐ verður 1. maí (milli 16 og 18).

Að þeim tíma liðnum mun vera unnt að nálgast ósótta lykla í þjónustuver Grindavíkurbæjar sem staðsett er í Tollhúsinu til 1. júní nk. Eftir þann tíma munu ósóttir lyklar verða færðir í munavörslu.

Komist eigendur ekki sjálfir að sækja lykla þarf að framvísa skriflegu umboði til þess að geta sótt lykla fyrir þeirra hönd.

Almannavarnir ítreka að eftirlit með fasteignum vegna verðmætabjörgunaraðgerða þar sem alvarlegum frostskemmdum á fasteignum var varnað í ársbyrjun 2024 er lokið. Komi til rýmingar vegna frekari jarðhræringa eða eldgosa mun slíkt eftirlit haldast hjá eigendum fasteigna líkt og áður hefur fram komið.

Aðstoð við flutning búslóða

Almannavarnir bjóða uppá stuðning við pökkun, flutning og geymslu fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem eru í viðkvæmri stöðu. Umsóknir fara fram í gegnum félagsþjónustu Grindavíkur. Þau sem telja sig í þörf fyrir slíkan stuðning er bent á að hafa samband við félagsþjónustuna í síma 420-1100 eða á netfangið felagsradgjafi@grindavik.is. Einnig er hægt að fá viðtal við félagsráðgjafa í þjónustumiðstöðvunum tveimur, þ.e. Tollhúsinu við Tryggvagötu og Rauða Krossinum í Reykjanesbæ.  Athugið að þjónusta þessi miðast við flutninga á búslóð frá Grindavík.

Fyrir Grindavík

Þjón­ustumið­stöð fyrir Grind­vík­inga

Tollhúsið
Tryggvagötu 19, Reykjavik
Alla virka daga frá kl. 10.00-16.00

Þjónustumiðstöðin í Reykjanesbæ
Smiðjuvöllum 8
Opið á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum kl. 14.00-17.00

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Sími: 420 1100