Greiðsluþátttaka vegna næringar og sérfæðis
Mjólkurofnæmi barna
Sjúkratryggingar niðurgreiða peptíðmjólk/amínósýrublöndu vegna mjólkurofnæmis fyrir börn 0-2ja ára
Ofnæmi skal staðfest af ofnæmislækni, barnaofnæmislækni eða meltingarlækni
Einstaklingar með innkaupaheimild frá Sjúkratryggingum geta keypt peptíðmjólk/amínósýrublöndu á samningsverði hjá Fastus ehf. og Icepharma hf. (dreifingaraðili: Parlogis, Krókhálsi 14) og Vistor hf. (dreifingaraðili: Distica, Hörgatún 2). Ávinningurinn gæti verið hagstæðara verð. Heimilt er þó að kaupa vörur hjá öðrum seljendum

Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar