Ný rannsókn á rannsóknarstofu í lífeðlisfræði – NO mæling
Nýtt tæki hefur verið tekið í notkun á rannsóknastofu í lífeðlisfræði á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Tækið mælir nituroxíð (FeNO) í útöndunarlofti en það er auðveld og mjög næm aðferð til að mæla virkar bólgur í loftvegum sem er meðal annars eitt af helstu einkennum astma.