16. október 2024
16. október 2024
Gjöf til geðdeildar
Kemur sér vel á endurbættri deild.
Í tilefni þess að geðdeild SAk er að flytjast inn í nýuppgert rými kom raftækjaverslunin ELKO færandi hendi og gaf deildinni 65" sjónvarp. Það mun nýtast deildinni sérlega vel inni í dagstofu sjúklinga.
Á myndinni frá vinstri eru: Valborg Lúðvíksdóttir, aðstoðardeildarstjóri geðdeildar SAk, Bernard Hendrik Gerritsma, deildarstjóri geðdeildar SAk, Haukur Már Hergeirsson, verslunarstjóri ELKO Akureyri og Karl Ólafur Hinriksson, teymisstjóri húsumsjónar SAk.
Sjúkrahúsið á Akureyri þakkar fyrir góða gjöf!