15. október 2024
15. október 2024
Rof á fjarskiptasambandi í dag
Viðbragðsáætlun virkjuð.
Upp úr hádegi í dag varð rof á öllu fjarskiptasambandi sem hafði talsverð áhrif á Sjúkrahúsið á Akureyri. Ekki var hægt að eiga samskipti í gegnum síma, net né Tetra- talsstöðvar í um 17 mínútur og sjúkrahúsið því sambandslaust.
Viðbragðsáætlun vegna rofs á símkerfi var virkjuð en þar er gert ráð fyrir að Tetra kerfið sé notað verði rof á gsm sambandi. Unnið er að frekari greiningu á áhrifum þessa atviks en ljóst er að bilunin hefði getað haft alvarlegar afleiðingar fyrir starfsemi SAk.
Bilunina mátti skv. Mílu rekja til símstöðvar á Akureyri og er nú beðið eftir nánari rannsókn á atvikinu.