Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

11. nóvember 2024

Þessi frétt er meira en árs gömul

Nýr röntgenlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Myndgreiningadeild Sjúkrahússins á Akureyri hefur ráðið Christine Jacqueline Tolman í stöðu röntgenlæknis á deildina. Hún hefur störf í dag og verður á SAk í að minnsta kosti eitt ár.

Christine er fædd í Hollandi en hefur búið í nokkrum löndum. Hún lauk læknanámi og útskrifaðist síðan úr fimm ára sérnámi í röntgenlækningum og sérhæfði sig í taugamyndgreiningu, höfuð- og hálssvæði og lungnamyndgreiningu.

Sjúkrahúsið á Akureyri býður Christine hjartanlega velkomna til starfa!