7. október 2024
7. október 2024
Hollvinir gefa þvottavélar á speglunardeild SAk
Hollvinir komu á dögunum færandi hendi með nýjar speglunarstæður á skurðstofur. Þeir létu nú ekki þar við liggja og færðu speglunardeild þvottavélar til handa speglunartækjum.
Um er að ræða tvær nýjar vélar sem leysa af gamlar vélar sem voru vel til ára sinna komnar og farnar að bila ítrekað. Mikilvægt er að geta haldið úti ristil- og magaspeglunum með almennilegum þvottavélum fyrir tækin.
Sjúkrahúsið á Akureyri færir Hollvinum kærar þakkir fyrir gjöfina.