30. október 2024
30. október 2024
Starfsfólk SAk á Evrópu ráðstefnu bráðalækninga (EUSEM)
Í október fór fram árleg ráðstefná á vegum félags bráðalækna í Evrópu í Kaupmannahöfn. Mjög góð þátttaka var á ráðstefnunni og alls voru 86 manns frá Ísland; læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraflutningamenn. Tveir bráðalæknar og fjórir hjúkrunarfræðingar af bráðamóttöku SAk sóttu ráðstefnuna.
Elsa Desmond læknir á bráðamóttöku SAk átti veggjspjald með heitinu: When blood’s not thicker than water – An Interesting case with Pancytopenia.
Bergþór Steinn Jónsson bráðalæknir og barnabráðalæknir á SAk var með fjóra fyrirlestra á ráðstefnunni:
I have an owie, can you help me? Diagnosis and management of the pediatric trauma patient
Small patients with big problems! Are you able to recognize and manage neonatal emergencies in the ED
Should we subspecialize? Advantages and challenges associated with subspecializing or developing expertise in a particular field of emergency medicine
Conflict or Companionship? Tips and tricks for communicating effectively with consulting specialties and advocating for your patient's best interest
„Á ráðstefnum sem þessum gefst tækifæri til þess að deila okkar reynslu og læra af öðrum svo hægt sé að tryggja gæði og innleiða nýjungar í bráðaþjónustu. Meðal þess sem lagt var áherslu á voru umhverfismál og Zoe Rochford yfirlæknir á SAk kynnti sér vel leiðir sem við getum tileinkað okkur til þess að gera bráðaþjónustuna vistvænni. Einnig var áhersla á norrænt samstarf og ljóst að sérnám í bráðlækningum í samstarfi Landspítala og SAk er í fremstu röð og að mörgu leiti fyrirmynd annara norðurlanda,“ sagði Bergþór Steinn Jónsson.