Fara beint í efnið

1. nóvember 2024

Opin fræðsla

Dag- og göngudeild geðdeildar bíður notendum göngudeildar og aðstandendum þeirra upp á opna fræðslu.

Kubbar með myndum af heilbrigðistengdu efni

Markmiðið með fræðslunni er að fræða um ýmis málefni sem tengjast heilsu og andlegri líðan, auka þekkingu á heilbrigðu líferni og efla færni til þess að takast á við veikindi og daglegt líf. Fræðslan getur skapað betra samstarf milli skjólstæðinga, aðstandenda og fagfólks í þeim tilgangi að auka líkur á árangursríkri meðferð og bættri líðan.

Fræðslan fer fram á mánudögum klukkan 10 til 11og er hún haldin á dag- og göngudeild geðdeildar, Sel (viðbygging vestan við Sjúkrahúsið á Akureyri).

Ekki þarf að skrá sig fyrir fram, nóg er að láta móttökuritara vita.

Dagskrá opinnar fræðslu dag- og göngudeildar geðdeildar