MPX veirusýking (apabóla) er ekki lengur bráð ógn við lýðheilsu þjóða samkvæmt WHO
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) lýsti því yfir í gær að MPX veirusýking (apabóla) er ekki lengur bráð ógn við lýðheilsu þvert á landamæri (public health event of international concern; PHEIC) en slíku ástandi var lýst yfir í júlí 2022. Síðustu mánuði hefur dregið mjög úr fjölda tilfella og ekki orðið vart við ný einkenni eða alvarlegri veikindi en áður. Áfram þarf að sýna árvekni gagnvart sjúkdómnum en horfa nú til langs tíma.