30. júní 2024
30. júní 2024
Ársskýrsla sóttvarna 2023
Sóttvarnalæknir hefur gefið út Ársskýrslu sóttvarna - farsóttaskýrslu fyrir árið 2023.
Þeir sjúkdómar, sjúkdómsvaldar og atburðir sem sóttvarnalæknir fylgist með eru skráningarskyldir. Alvarlegir sjúkdómar sem ógnað geta almannaheill eru auk þess tilkynningarskyldir en þá þarf að tilkynna til sóttvarnalæknis með persónugreinanlegum upplýsingum.
Farsóttaskýrsla 2023 tekur til smitsjúkdóma sem sóttvarnalæknir vaktar og er tíðni þeirra borin saman við faraldsfræði undanfarinna ára.
Sóttvarnalæknir fylgist líka með sýklalyfjanotkun, sem valdið getur sýklalyfjaónæmi og skipuleggur almennar bólusetningar. Fjallað er um þessi málefni þó sérstakar skýrslur komi einnig út um þau. Í skýrslunni er jafnframt fjallað um sýkingar í tengslum við heilbrigðisþjónustu, sem eru tilkynningarskyldar, auk alvarlegra heilsufarslegra afleiðinga og bráð sjúkdómseinkenni af völdum eiturefna og geislavirkra efna.
Skýrslan er eingöngu gefin út í rafrænni útgáfu.
Lesa nánar: Ársskýrsla sóttvarna - farsóttaskýrsla 2023
Sóttvarnalæknir