Í samfélagsumræðunni nýlega um ráðleggingar um mataræði hefur margvíslegum rangfærslum verið haldið á lofti. Af þeim sökum telur embættið mikilvægt að ítreka að ráðleggingar embættis landlæknis taka mið af þörfum heilbrigðra einstaklinga og fela ekki í sér boð eða bönn. Þvert á móti er það meginstef ráðlegginganna að fólk borði fjölbreytta fæðu en sé jafnframt meðvitað um mögulega skaðsemi þess að borða óhóflega mikið af rauðu kjöti, gjörunnum matvælum og vörum sem innihalda mikið af mettaðri fitu og/eða viðbættum sykri.