Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

30. janúar 2026

Talnabrunnur - 2. tölublað 2026

Nýtt tölublað Talnabrunns, fréttabréfs landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, hefur verið gefið út.

Í nýjasta tölublaði Talnabrunns er fjallað um lykilvísa heilbrigðisþjónustu sem gefa vísbendingar um lykilþætti heilbrigðisþjónustu, þróun síðustu ára og samanburð við Norðurlöndin. Niðurstöðurnar sýna jákvæða þróun í fjárfestingu í heilbrigðisþjónustu, aukna þátttöku í skimunum og bólusetningum og bættan árangur í meðferð ákveðinna bráðaheilbrigðisvandamála. Þrátt fyrir það er Ísland enn undir meðaltali Norðurlanda á ýmsum lykilsviðum og áfram eru áskoranir til staðar í mönnun, lyfjanotkun og sýklalyfjaávísunum. Samhliða benda þó margir vísar til þess að forvarnarstarf og bráðaþjónusta skili góðum árangri í samanburði við nágrannalönd.

OECD heilbrigðistölfræði veitir samanburðarhæfan ramma til að meta stöðu íslensks heilbrigðiskerfis í alþjóðlegu samhengi. Tölfræðin byggir á stöðluðum skilgreiningum og gerir kleift að bera helstu heilsuvísa, útgjöld og gæði þjónustu saman á milli landa á áreiðanlegan hátt, sem styrkir túlkun og notagildi lykilvísa heilbrigðisþjónustu.

Greinahöfundar eru Sigríður Haraldsd Elínardóttir, Arnar Sigbjörnsson og Guðrún Kristín Guðfinnsdóttir

Frekari upplýsingar
Kjartan Hreinn Njálsson,
aðstoðarmaður landlæknis
kjartan.h.njalsson@landlaeknir.is