1. júlí 2024
1. júlí 2024
Ný viðmið fyrir orku og næringarefni
Embætti landlæknis gefur út ný viðmið fyrir orku og næringarefni sem byggja á nýjustu Norrænu næringarráðleggingunum (NNR 2023).
Þessar ráðleggingar eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir fagfólk sem skipuleggur matseðla fyrir hópa fólks en einnig geta viðmiðin nýst til kennslu á mismunandi skólastigum. Í samræmi við NNR 2023 breytast viðmiðunargildi margra næringarefna, aðallega vegna breyttrar aðferðafræði við útreikninga á ráðlögðum dagskömmtum og vegna nýrra viðmiða um orkuinntöku mismunandi hópa
Viðmið fyrir vítamín og steinefni eru nú gefin sem meðalþörf, ráðlagðir dagskammtar, nægjanleg neysla, áætluð meðalþörf og efri mörk neyslu – háð stöðu þekkingar fyrir hvert næringarefni. Viðmiðin byggja á mati á neyslu hjá heilbrigðu fólki.
Nýjar uppfærðar ráðleggingar um mataræði (fæðutengdar ráðleggingar)á vegum embættisins verða birtar von bráðar.
Nánari upplýsingar
Hólmfríður Þorgeirsdóttir og Jóhanna E. Torfadóttir, verkefnisstjórar næringar