Tryggingastofnun gerir samning við Defend Iceland til að efla netöryggi
Tryggingastofnun hefur gert samning við Defend Iceland sem miðar að því að tryggja aukið netöryggi og verndun viðkvæmra gagna í starfsemi stofnunarinnar. Með samningnum fær TR aðgang að netöryggislausnum sem tryggja stöðugt eftirlit og öryggi gagnvart síbreytilegum netógnum.