Fara beint í efnið

19. september 2024

Reiknivél lífeyris komin í lag

Búið er að laga villu í reiknivél lífeyris á vefnum okkar og hefur reiknivélin því verið opnuð á ný. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin kann að hafa valdið. Bendum á að reiknivél lífeyris er ætluð til að sýna mögulegar greiðslur til einstaklinga miðað við mismunandi forsendur og ekki er um að ræða endanlega útreikninga á réttindum einstaklinga.

Tilkynning

Vekjum athygli á að fyrir þau sem eru á greiðslum hjá TR þá mælum við með að fara inná Mínar síður TR og skoða þar greiðslustaðfestingu hvers mánaðar, upphæðir og þær forsendur sem liggja að baki mánaðarlegum greiðslum.